top of page
077A3838.jpg

Kjarnaskógur

Akureyri - 1947

Árið 1950 ritaði Steindór Steindórsson frá Hlöðum grein í Ársrit Skógræktarfélags Íslands í tilefni af 20 ára sögu Skógræktarfélags Eyfirðinga. Greinin heitir Skógar í Eyjafirði.

Ekki er minnst þar einu orði á skóga eða skógarleifar í Kjarnaskóg. Ástæða þess er einföld. Um miðja síðustu öld var ekki neinn skógur þar sem nú er skógarparadísin Kjarnaskógur. Þegar greinin er rituð hafði Skógræktarfélagið nýhafið skógrækt á svæðinu. Félagið fékk erfðafestuland í Kjarna árið 1947. Fyrir þann tíma var landið þrautpínt beitiland og hvergi örlaði á trjágróðri. Því er ekkert tré í Kjarna eldra en frá miðri síðustu öld.

077A5724.jpeg

Flatarmál:

Upphaf:

Hæsta tré:

Mælt árið:

Landeigandi:

800 ha

1947

Alaskaösp 15 m

2000

Akureyrarbær

bottom of page