Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn í sal Hótels Kjarnalundar í Kjarnaskógi þriðjudaginn 1. apríl og hefst hann klukkan 19:30.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Á undan aðalfundarstörfum verða tvö örerindi. Annars vegar mun Sigurður Arnarson flytja stutta kynningu á störfum Jóns Rögnvaldssonar sem var fyrsti formaður félagsins þegar það var stofnað þann 11. maí árið 1930 og hins vegar mun Rúnar Ísleifsson skógarvörður Lands og skógar á Norðurlandi flytja fræðsluerindi um grisjun skóga hér norðanlands og mögulega markaðssetningu grisjunarviðar.

Comments