top of page
Writer's pictureSigríður Hrefna Pálsdóttir

Vaðlaskógur: Ályktun stjórnar

Updated: Apr 10, 2023

Kjarni 6. desember 2022



Stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga hefur borist erindi frá Ómari Ívarssyni skipulagsfræðingi hjá Landslagi ehf. fyrir hönd landeigenda Ytri- og Syðri-Varðgjár vegna hugmynda um hótelbyggingu í Vaðlaskógi.


Eftirfarandi ályktun var bókuð á stjórnarfundi þann 6. desember 2022 vegna erindisins:



Stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga fagnar uppbyggingu á Eyjafjarðarsvæðinu og frumkvöðla- og framkvæmdaorku landeigenda Ytri- og Syðri-Varðgjár.


Félagið hefur haft umráðarétt yfir landi Vaðlaskógar allt frá árinu 1936 og ræktað þar skóg í 86 ár. Frá upphafi hefur markmiðið með ræktun skógarins verið að skapa yndisreit fyrir almenning til að njóta útivistar í skjóli trjánna.


Almennt er félagið mótfallið hvers konar mannvirkjagerð í Vaðlaskógi. Félagið áskilur sér þó rétt til að meta hvert mál fyrir sig en þá ávallt með lög félagsins og markmið að leiðarljósi en einnig þær skuldbindingar og réttindi sem umráðasamningur félagsins um Vaðlaskóg kveður á um.


Félagið getur ekki samþykkt hugmyndir um framkvæmdaáform út frá þeim gögnum sem fylgdu erindinu enda alls kostar óljóst með hvaða hætti framkvæmdir verða útfærðar eða hvaða áhrif fyrirhuguð mannvirkjagerð kemur til með að hafa á afnot og ásýnd skógarins. Einnig er ósamið um þann afnotamissi og skógfellingu sem hlytust af yrðu framkvæmdir að veruleika.


Félagið lýsir sig reiðubúið til áframhaldandi viðræðna við landeigendur um hugmyndir að framtíðarskipulagi Vaðlaskógar í landi Ytri- og Syðri-Varðgjár og vill benda á mikilvægi skógarins sem mótvægi við sífellt þéttari byggð allt í kring.


Horft úr Vaðlaskógi yfir til Akureyrar.

922 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page