top of page
Writer's pictureSigurður Arnarson

Gullregn

Updated: Jul 30, 2023

#TrévikunnarSE að þessu sinni er gullregn (Laburnum sp.). Af gullregni eru til tvær skilgreindar tegundir auk blendinga og afbrigða. Tegundirnar heita strandgullregn (L. anagyroides) og fjallagullregn (L. alpinum). Aðeins sú síðarnefnda vex hér á landi. Fjallagullregn þrífst best í sendnum jarðvegi og getur orðið toginleitt ef það vex í of frjóu landi. Blómin eru í löngum klösum, gul að lit. Fjallagullregn myndar frjótt fræ á Íslandi og getur sáð sér út. Fræin eru dálítið eitruð og ætti að gæta þess að óvitar borði þau ekki. Það byrjar að jafnaði ekki að blómstra fyrr en eftir 12-16 ár ef plantan er ræktuð upp af fræi. Stytta má biðina með því að taka græðlinga.

Til eru blendingar af þessum tegundum. Kallast þeir L. x watereri . Einn klónn er mikið ræktaður bæði hér á landi og erlendis. Kallast hann garðagullregn á íslensku (L. x watereri ´Vossi´). Hefur hann stærri blómklasa en fjallagullregn, blómstrar fyrr á sumrin og fyrr á ævinni. Að auki myndar garðagullregn síður fræ, enda er það blendingur en ekki tegund.


Það gullregn sem nú er víðast hvar í blóma í görðum á Akureyri er garðagullregn. Fjallagullregnið blómstrar að jafnaði síðar. Stöku tré eru nú þegar farin að blómstra en fæst eru komin svo langt.

Nokkrir nafngreindir klónar eru til í ræktun af fjallagullregni. Hér á landi er einn klónn töuvert ræktaður. Hann er algerlega jarðlægur og er stundum græddur á stofn af hærra gullregni. Þá hanga greinarnar niður, enda er það nefnt hengigullregn.



907 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page