top of page

Líf í lundi á Hálsi Eyjafjarðarsveit

Writer's picture: Sigríður Hrefna PálsdóttirSigríður Hrefna Pálsdóttir

Skógræktarfélag Eyfirðinga býður upp á skógargöngu á Hálsi í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 22. júní á milli kl 13 og 15.


Tilvalið fyrir fjölskyldur að mæta og fræðast um skóginn og njóta útivistar. Háls er ofan við Smámunasafnið í Saurbæ eða tæpa 30 km suður af Akureyri. Um að gera að taka með nesti.


Best er að leggja á túninu sunnan við bæinn á Hálsi en heimreiðin liggur fram hjá Saurbæjarkirkju að norðanverðu og upp á hálsinn. Vegvísar munu vísa veginn frá Smámunasafninu


Í ár eru 30 ár frá því að Skógræktarfélag Eyfirðinga bauð félagsmönnum upp á að leigja reiti á Hálsi og hefja ræktun.


  • Vignir Sveinsson mun fjalla um upphaf landnemaskógræktar á Hálsi en hann var formaður félagsins á þeim tíma og á stóran þátt í að félagar í SE hafa tækifæri til að leigja sér reit og rækta á starfsvæðinu. https://www.kjarnaskogur.is/hals-og-saurbaer

  • Hermann Ingi Gunnarsson oddviti sveitarstjórnar í Eyjafjarðarsveit ávarpar samkomuna.

  • Að ávörpum loknum verður boðið til skógargöngu og landnemar heimsóttir.

  • Aðalheiður tekur á móti gestum í reit nr. 3 á Hálsi og segir frá hvaða þýðingu reiturinn hefur fyrir hana og býður upp á núvitundaræfingu.

  • Þegar við erum búin að virkja skynfærin undir leiðsögn Aðalheiðar er haldið áfram í reit nr. 7/8 þar sem Sigurður Ormur segir okkur frá ræktunni þar yfir rjúkandi ketilkaffibolla og djús.


Þessi viðburður er einn af fjölmörgum viðburðum #lifilundi á vegum skógræktarfélaga um land allt helgina 22. - 23. júní. Efnt hefur verið til ljósmyndasamkeppni í sambandi við viðburðina. Upplýsingar um ljósmyndsamkeppnina og viðburði um allt land er að finna á https://www.skogargatt.is/


Við viljum sérstaklega benda á annan viðburð í næsta nágrenni en Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga býður upp á skógarskoðun, ketilkaffi og kleinur að Víðivöllum í Fnjóskadal kl 11 22. júní.


Fullorðinn kennir barni að gróðursetja tré.
Frá upphafi skógræktar á Hálsi. Ungur nemur, gamall temur - fyrstu trén í jörð á Hálsi 24. september 1994.

61 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page