Í síðasta trjápistli var fjallað um Grasvíði og vakti fyrirsögnin "Minnsta trjátegund landsins" nokkra athygli. Leiddu flestir,og jafnvel höfundurinn sjálfur, líkur að því að senniilega er smjörlaufinu góða ekki heimilt að kalla sig tré þótt trjákennt sé. Áður en við byrjum aftur að fjalla um "réttborin tré" ætlum við að vekja athygli á öðrum runna, heldur stórgerðari, þe Meyjarrós. Hún blómstraði snemma hér norðanlands, hefur verið áberandi undanfarnar vikur og er enn að.
Meyjarrósin er hávaxinn grófgerður runni 2-3 m á hæð og getur verið býsna umfangsmikil. Hún er harðgerð, saltþolin og þrífst ágætlega í hálfskugga en mesta og fallegasta blómgunin er gjarnan í rýrum jarðvegi á sólríkum stað. Blómlitur liggur einhversstaðar milli bleiks og rauðs, laufblöðin eru fallega dökkgræn, skordýra/sveppaplágur sneiða hjá henni og af rós að vera hefur hún lítið af þyrnum.
Aldinin, sem kallast nýpur eru rauðleit og skreyta runnann á haustin, en eru einnig afbragðs sultugerðarefni og margar uppskriftir til að hinni einu og sönnu rósasultu. Hráar bera þær með sér appelsínukeim.
Þó nokkur yrki hafa verið í ræktun hér fyrir norðan. Gamalt fremur hávaxið yrki hér er td 'Eos' sem lengi hefur dafnað í Lystigarðinum og einnig má nefna 'Geranium' og 'Dóra'. Eina frænku á meyjarrósin sem líkist henni mjög og getur verið erfitt að greina á milli þeirra, en sú heitir Hjónarós Rosa sweginzowii. Hjónarósin ber flesta sömu eiginleika en er stórgerðari, með mikið af þyrnum og kubbslegri nýpur.
En semsagt: Meyjarrósin er stór og hraust, blað og blómfallegur runni, sem gjarnan mætti nýta meira í skóg og garðrækt. Hún er #TrévikunnarSE. Og að lokum ef þið skoðið myndbandið sem fylgir hér með má sjá randaflugu nokkra gæða sér á blómahunangi úr rósablómi. Ef glöggt er hlustað má heyra hana suða: Meyjarrós - Stórasta tré í heimi 🙃
Hér: https://www.facebook.com/profile/100057154192611/search/?q=st%C3%B3rasta má sjá myndband af rósinni.
Comments