top of page
Writer's pictureSigurður Arnarson

Myrtuvíðir

Updated: Jun 10, 2023


Þegar við höfum valið tré vikunnar hjá Skógræktarfélaginu höfum við skilgreint hugtakið „tré“ eins vítt og við getum. Það merkir að við hikum ekki við að velja runna í þetta hlutverk. Nú veljum við einmitt lágvaxinn runna sem #TrévikunnarSE. Runninn er þéttur og auðræktaður. Hann heitir myrtuvíðir. Hann er svo þéttur að ef nokkrum plöntum er plantað saman varpar hann svo miklum skugga að illgresi á erfitt með að spíra undir þyrpingunni. Verður það að teljast mikill kostur í garðrækt.


Meðfylgjandi myndir sýna myrtuvíði og Skógræktarfélagið þakkar þeim sem lánuðu okkur myndirnar.




Krumpuð og grábrún allan veturinn

Á sumrin eru blöð hans dökkgræn og gljáandi en laufin gulna á haustinn. Á veturna er hann auðþekktur, því myrtuvíðir, einn fárra víðitegunda, missir ekki lauf sín á vetrum, heldur haldast þau visin, krumpuð og grábrún á greinunum allan veturinn. Stöku sinnum má sjá eitt og eitt blað á öðrum tegundum en ekki svona mikið eins og á litla vini okkar. Að auki eru hin visnuðu blöð hjá öðrum víðiplöntum sjaldan eins krumpuð og hjá myrtuvíði. Þessi blöð vernda brumin yfir veturinn og falla af þegar þau opnast. Þau varpa skugga á botninn sem minnkar líkurnar á að illgresi geti spírað áður en runninn laufgast að fullu. Sumum þykir þetta til prýði, öðrum ekki, eins og gengur. En víst er að myrtuvíðirinn er sérstakur hvað þetta varðar og vekur athygli.


Hægt er að nota myrtuvíði í stórar breiður sem henta vel þar sem ekki skal verja miklum tíma í arfahreinsun. Einnig má nota hann í blönduð runnabeð og með fjölæringum.

127 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page