top of page
Writer's pictureIngólfur Jóhannsson

Skrauteplið ´Rudolph´

Updated: Apr 11, 2021


Frá vinstri : Ólafur B. Thoroddsen, Hjörtur Arnórsson, Malus 'Rudolph' og Vignir Sveinsson.


Skrautepli - Fræðsluerindi með öfugum formerkjum

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga var haldinn á dögunum og að fundi loknum var plantað fallegu skrauteplatré, Malus ´Rudolph' í Kjarnaskógi. Til að stýra verkinu var fenginn Hjörtur Arnórsson, dyggur félagi sem fæddist fullum tveimur árum eftir að félagið var stofnað þann 11. maí fyrir 90 árum síðan. Honum til aðstoðar voru tveir ungliðar þeir Ólafur B Thoroddsen og Vignir Sveinsson sem eiga það m.a. sameiginlegt að hafa báðir gegnt formannsembætti hjá SE. Gróðursetningin lék í höndum þessara heiðursmanna, tréð hraust og fallegt og þótti einboðið að Skrautepli væri næsta umfjöllunarefni í vikulegum pistlum okkar um tré og runna; #TrévikunnarSE.

Þegar dýpra er kafað kemur í ljós að upplýsingar um ræktun hérlendis eru af fremur skornum skammti, ræktunarreynsla pistilritara byggir á þremur einstaklingum á Eyjafjarðarsvæðinu, af yrkinu ´Rudolph' sem þrifist hafa með ágætum hér norðanlands. Sæmilegur jarðvegur og skjólgóður vaxtarstaður virðist duga þeim til ágætra þrifa og skrautgildið er talsvert þ.e. blóm, laufskrúð vaxtarlag og aldin. Nú á vorögum hafa einnig sést á sunnlensku fésbókinni myndir af blævængslaga runnum, alþöktum blómum, sem eigendur telja vera skrautepli sem þau keyptu í "gróðrarstöðinni" fyrir nokkrum árum.

Fjölmörg yrki skrautepla hafa verið á boðstólum plöntusalanna um árabil þannig að ræktunarreynslan er einhversstaðar þarna úti.


Okkur leikur forvitni á að vita meira og með vísan í fyrirsögnina neðan við upphafsmyndina lýsum við hér með eftir reynslusögum, almennum fróðleik og myndum frá ykkur ágætu lesendur, leiknum sem lærðum.



58 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page