top of page
Writer's pictureSigríður Hrefna Pálsdóttir

Tínum lerkiköngla á Hálsi

Updated: Apr 10, 2023

- English below -


Skógræktarfélag Eyfirðinga býður áhugasömum að tína lerkiköngla á Hálsi í Eyjafjarðarsveit kl. 13 á laugardaginn, 22. október. Þetta er einstakt tækifæri því lerkifræ ná síður en svo þroska á hverju ári eða á um 20 ára fresti hér um slóðir. Viðburðurinn er liður í að safna fé til að bæta aðstöðu til útivistar í skóginum. Allir könglar sem tíndir verða þennan dag verða seldir til Skógræktarinnar og ágóði fer í að styrkja viðburðastarf félagsins.



Áður en haldið er út í skóg mun Valgerður hjá Skógræktinni fara yfir hagnýt atriði eins og hvernig maður þekkir þroskaðan köngul. Við munum útvega ílát til tínslunnar. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og gott er að hafa almennilega vinnuvettlinga.


Vegvísir:

Ekið er eftir Eyjafjarðarbraut vestri að Saurbæjarkirkju í Eyjafjarðarsveit sem er í um 30 mín aksturfjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Hægt er að leggja við Saurbæjarkirkju og mun stjórnarfólk hitta ykkur þar og leiðbeina áfram og selflytja þá sem vilja þaðan og inn í skóg.



Félagið býður upp á ketilkaffi og heitt kakó en við hvetjum alla að mæta með sitt eigið fjölnota mál. Hægt er að fá fjólublátt fjölnota lánsmál hjá félaginu en einnig verður hægt að kaupa græn fjölnota mál til styrktar félaginu, posi verður á staðnum. Minnkum ruslið.


Íþróttamiðstöðin Hrafnagilshverfi býður könglatínslufólki í sund eftir viðburðinn. Í lok tínslu verða sundmiðar afhentir. Sundlaugin er opin til kl 19 á laugardaginn.


Viðburðurinn á facebook: https://fb.me/e/3FvuwjT30

The forest association of Eyjafjörður invites people to help pick larch cones at Háls in Eyjafjarðarsveit at 1pm on October 22nd (Saturday). This is a unique opportunity as larch seeds fully mature only about every 20 years in this area. All cones picked on Sunday will be sold to The Icelandic Forest Service (Skógræktin) and the full amount will go towards funding our various activities.


Before we start picking, Valgerður at Skógræktin will go through some practical detail and teach us how to recognize the right cones. It is important to dress according to the weather and to have good gloves for the picking as the cones are both prickly and sticky.


How to get there:

The location is approx. 30 minute drive from Akureyri. Head south from Drottningabraut, towards and past the airport and keep going until you reach the church at Saurbær where you can park your car. Members of the association will meet you there and give further instructions. It´s a bit of a walk through the forest but we will offer rides into the forest for those that do not prefer to go on foot.


Coordinates on Google maps: https://goo.gl/maps/y4k4jX2SWSGWgXf67


Complimentary kettle coffee and hot cocoa over fire will be offered by the association for everyone to enjoy but please bring your own reusable mug or borrow one of the association's purple mugs. We will also be selling green reusable mugs with the association’s logo as part of our continuous fundraising efforts.


As a courtesy of the sport center of Hrafnagilshverfi, all cone pickers will enjoy a free entry to the swimming pool after the event so please bring your swimsuits. Tickets to the pool will be handed out at the end of the event. The pool is open until 7pm on Saturday.


The event on facebook: https://fb.me/e/3FvuwjT30

99 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page