Um félagið
Elsta starfandi skógræktarfélag landsins
Skógræktarfélag Eyfirðinga var stofnað þann 11. maí 1930. Það hefur frá upphafi verið félag fólks sem hefur haft unað af skógrækt og unir sé hvergi betur en í skógi. Félagar eru nú um 400 talsins.
Félagið hefur umsjón með 11 skógarreitum í Eyjafirði sem það hefur haft frumkvæði að því að friða og gróðursetja í. Allir þessir skógarreitir eru opnir almenningi til útivistar og um marga þeirra liggja ágætir göngustígar á meðan aðrir eru erfiðari yfirferðar. Kjarnaskógur er mest heimsóttur af þeim skógarreitum sem félagið sér um.
Starfsmenn
Hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga starfa þrír menn allt árið.
Ingólfur Jóhannsson framkvæmdarstjóri, Bergsveinn Þórsson skógarvörður og Sigurður Ormur Aðalsteinsson.
Á sumrin fjölgar í starfsliði félagsins og stundum eru fleiri starfandi tímabundið að vetri til.
Markmið félagsins
- eru meðal annars eftirfarandi
Útivist og náttúruskoðun
- Gera skógarreiti félagsins aðgengilega og aðlaðandi til útivistar
Hvetja til útiveru og hreyfingar í skóglendi
- Útbúa kort af stígum og áhugaverðum stöðum
Skógrækt
- Aðstoða einstaklinga og félög við öflun lands til skógræktar
Náttúruvernd
- Vernda upprunalegar skógarleifar og standa vörð um ræktaða skóga
Félagsstarf og fræðsla
- Vera vettvangur fyrir áhugafólk um skógrækt